mán 31. maí 2021 18:00
Aksentije Milisic
ESPN: Alexander-Arnold missir af EM
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, mun ekki vera valinn í lokahópinn hjá Englendingum fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Þetta segja heimildir frá ESPN.

Á þriðjudaginn mun Gareth Southgate, stjóri Englands, velja lokahóp sinn sem mun hafa 26 leikmenn innanborðs. Ef að Reece James og Kyle Walker eru heilir heilsu eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn síðastliðinn, þá mun Trent ekki vera valinn.

Kieran Trippier, leikmaður Atletico Madrid, mun verða valinn samkvæmt ESPN og því virðist allt stefna í það að Trent Alexander-Arnold fari ekki með á EM.

Trent spilaði mjög vel fyrir Liverpool á lokahluta tímabils eða allt eftir að hann var ekki valinn í landsliðshóp Englendinga sem spilaði gegn San Marino, Albaníu og Póllandi.

Ef satt reynist þá eru þetta mikil vonbrigði fyrir Trent en ekki eru allir á sama máli um hvort Southgate ætti að taka hann með eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner