mán 31. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félag Beckham sektað um 2 milljónir dollara
David Beckham.
David Beckham.
Mynd: Getty Images
Inter Miami í MLS-deildinni hefur verið sektað um 2 milljónir dollara eftir að hafa brotið 'Beckham-regluna' svokölluðu.

Inter Miami braut regluna með kaupum á franska miðjumanninum Blaise Matuidi. Matuidi, sem er 34 ára gamall, var með betri miðjumönnum Evrópu áður en hann ákvað að ganga til liðs við Inter Miami á frjálsri sölu síðasta sumar.

Inter Miami braut skráningarreglur og reglur um launaþak í deildinni. Hvert félag í MLS-deildinni má mest hafa þrjá stjörnuleikmenn í hópnum, það er að segja leikmenn sem eru í hæsta launaflokki. Hann var ekki skráður í þann flokk.

Reglan um þrjá stjörnuleikmenn var kynnt árið 2007 þegar David Beckham kom í deildina. Beckham á núna hlut í Inter Miami. Félag hans braut regluna sem er þekkt sem 'Beckham reglan' og var sektað um 2 milljónir dollara.

Inter Miami er núna með þrjá stjörnuleikmenn; það eru Matuidi, Gonzalo Higuain og Rodolfo Pizarro. Athygli vekur að Ryan Shawcross, fyrrum varnarmaður Stoke, er ekki skráður sem stjörnuleikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner