Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. maí 2021 20:20
Aksentije Milisic
Hazard útilokar endurkomu til Englands - Ætlar að sanna sig
Mynd: EPA
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, hefur útilokað það að snúa aftur til Englands og er hann ólmur í að sýna sig og sanna hjá Real Madrid.

Hazard gekk í raðir Real frá Chelsea árið 2019 fyrir 140 milljónir punda. Tími hans hjá Real hefur hins vegar verið mikil vonbrigði þar sem hann hefur átt við mjög mikil meiðsli að stríða.

Hinn þrítugi Hazard talaði um framtíð sína á blaðamannfundi í dag en hann er með Belgíu í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði.

„Ég er með þriggja ára samning hjá Real Madrid. Það er ekki í boði að fara til Englands," sagði Hazard.

„Allir vita að fyrstu tvö árin mín á Spáni voru ekki góð. Ég er ólmur í að sýna mig og sanna hjá Real. Ég sé mig ekki yfirgefa Real, ég ætla gefa allt fyrir félagið á næsta tímabili."

Zinedine Zidane hætti með Real Madrid eftir tímabilið en liðinu tókst ekki að vinna neinn titil á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner