Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikið erum við heppin að hafa hana að spila fyrir Íslands hönd"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir hefur farið algjörlega frábærlega af stað í sænsku úrvalsdeildinni með Rosengård.

Hún hefur oftar en ekki verið í liði vikunnar á þessu tímabili og er lið hennar, Rosengård, búið að vinna alla sína leiki til þessa. Liðið er á toppnum með fullt hús stiga.

Það segir svolítið mikið um frammistöðu Glódísar til þessa að þegar hún var valin í lið vikunnar í þar síðustu viku að þá var sagt í umsögn um hana: „Núll stig fyrir frumleika en hvað er hægt að gera þegar Íslendingurinn er best í vörninni hjá Rosengård leik eftir leik?"

Rætt var um Glódísi í hlaðarpsþættinum Heimavellinum hér á Fótbolta.net.

„Glódís heldur áfram að eiga Svíþjóð, hún er á toppnum með Rosengård," sagði Hulda Mýrdal.

„Mikið erum við heppin að hafa hana að spila fyrir Íslands hönd," sagði Margrét Sveinsdóttir, þjálfari ÍR, og bætti Hulda þá við: „Hún er ein sú besta í sænsku úrvalsdeildinni."

Berglind Rós komið sterk inn
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrrum fyrirliði Fylkis, er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og hún hefur komið sterk inn hjá Örebro. Hún var valin í lið vikunnar ásamt Glódísi á dögunum.

„Frá Fylki í lið vikunnar, það er þokkalegt," sagði Hulda en allan þáttinn má sjá hér að neðan.
Heimavöllurinn: Stórslys á Hlíðarenda og toppliðið lætur verkin tala
Athugasemdir
banner
banner
banner