Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. maí 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið jafnræði í Pepsi Max-kvenna - „Þetta er galopið"
Úr leik Breiðablik og Vals.
Úr leik Breiðablik og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna hefur farið skemmtilega af stað í sumar. Selfoss er á toppi deildarinnar með 13 stig, svo kemur Breiðablik með 12 stig og Valur með tíu.

Síðustu ár hafa Breiðablik og Valur stungið af í toppbaráttunni en ef marka má byrjunina þá verður þetta meira spennandi í ár, bæði á toppnum og botninum. Svo er náttúrulega spurning hvernig deildin þróast, en það er tæplega 1/3 af mótinu búinn og þetta er enn spennandi.

„Þetta er galopið. Liðunum sem var spáð niður, ÍBV og Tindastóll eru þarna um miðja deild," sagði Hulda Mýrdal í Heimavellinum.

„Mér finnst þetta bara skemmtilegt, það er enginn að stinga af," sagði Rún Friðriksdóttir, fyrrum leikmaður Hauka.

„Það var ótrúlega mikið talað um þetta að tvö lið væru búin að hafa yfirburði í þessari deild. Maður er svona: 'Voðalega er þetta orðið þreytt eitthvað'. Það er ekkert gaman," sagði Margrét Sveinsdóttir, þjálfari ÍR.

„Það gleymist að Selfoss er á toppnum," sagði Rún.

Af hverju er deildin jafnari í ár?

„Margar af þessum bestu eru farnar erlendis, þær fóru einhverjar tíu sem voru í hæsta klassa," sagði Hulda.

„Það er góður punktur. Ég veit að það er alltaf leiðinlegt að segja það en skiptir miklu máli hvernig útlendinga liðin fá. Það getur skipt sköpum að fá 2-3 góða útlendinga," sagði Rún.

„Selfoss er að gera vel til dæmis með þá (erlendu) leikmenn sem þær eru með. Útlendingarnir hafa komið vel út. Brenna (Lovera) sem var í ÍBV er búin að vera að standa sig mjög vel," sagði Margrét.

Alla umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Stórslys á Hlíðarenda og toppliðið lætur verkin tala
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner