Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. maí 2021 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Nýr stuðningsmannahópur heitir eftir framkvæmdastjóra Þróttar
Matti Ægis FC er nýr stuðningsmannahópur Þróttar í Vogum.
Matti Ægis FC er nýr stuðningsmannahópur Þróttar í Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marteinn Ægisson á meðan leiknum stóð við Hauka í gær.
Marteinn Ægisson á meðan leiknum stóð við Hauka í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum ætlar sér upp í Lengjudeildina á næsta ári en mikil stemmning er með liðinu sem Hermann Hreiðarsson þjálfar með aðstoð hins írska Marc Wilson sem lék lengst af með Stoke City og Andy Pew sem spilar með liðinu.

Svo mikil er spennan orðin í bænum að hópur drengja hefur nú stofnað stuðningsmannahóp sem ætlar að setja mark sitt á stemmnninguna í stúkunni í sumar.

Þeir voru mættir á stórsigurinn gegn Haukum í 2. deildinni í gær sem liðið vann 4 - 1 en það sem vakti helst athygli er nafnið á hópnum.

Matti Ægis FC er nafnið á hópnum en þar er vísað í Martein Ægisson framkvæmdastjóra félagsins sem hefur verið potturinn og pannann í uppgangi félagsins undanfarin ár.

Nökkvi Freyr Hvítaness Bergsson einn af stofnendum klúbbsins segir að meðlimir séu í kringum tíu uppaldir Vogamenn og góðir vinir sem mæti á flesta leiki.

Þeir hafi ákveðið í vor að búa til klúbb til að styðja við meistaraflokk og skemmta sér og öðrum vallargestum. Síðuðstu ár hafa verið svo skemmtileg og við vildum krydda þetta.

En afhverju var nafnið Matti Ægis FC var valið á hópinn?

„Hann er stór partur af félaginu og hefur gefið Þrótti svo mikið í gegnum tíðina," sagði Nökkvi Freyr.

„Honum leist reyndar ekki ekkert á þetta í fyrstu þegar við báðum um leyfi, en við sögðum honum bara að hætta öllu veseni og honum kæmi þetta ekkert við. "
Athugasemdir
banner
banner