Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. maí 2021 23:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smávægileg hnémeiðsli og leikjaálag - Murielle byrjaði á bekknum
Murielle í deildarleiknum á dögunum.
Murielle í deildarleiknum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að Murielle Tiernan, besti leikmaður Tindastóls að margra mati, byrjaði á varamannabekknum gegn Breiðabliki í kvöld.

Murielle kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark Tindastóls í 2-1 tapi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Guðni Þór Einarsson, annar af þjálfurum Tindastóls, var spurður út í þá ákvörðun að byrja með Murielle á bekknum.

„Við erum fyrst og fremst með hugann við deildina. Það er búin að vera mikil keyrsla á henni síðustu vikur og þétt leikjaprógram. Við eigum Val á laugardaginn og Fylki í næstu viku. Okkur fannst skynsamlegt að minnka álagið á henni," sagði Guðni.

Er hún 100% heil?

„Já, svona að mestu. Hún hefur glímt við smávægileg hnémeiðsli og því fannst okkur skynsamlegt að taka ekki sénsinn á henni því það hefði getað skemmt eitthvað meira," sagði Guðni.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Guðni: Líður ekkert rosalega illa þegar önnur lið fá hornspyrnu
Athugasemdir
banner
banner
banner