mán 31. maí 2021 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni glímir við axlarmeiðsli - Á leið í myndatöku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson var ekki í leikmannahópi KR í gær þegar liðið lagði ÍA á Meistaravöllum. Lokatölur urðu 3-1 fyrir KR.

Stefán meiddist í leiknum gegn HK en óljóst er hversu lengi hann verður frá.

„Staðan er ekki góð. Hann er væntanlega tognaður í öxl, í einhverjum vöðva við herðablaðið - vitum ekki alveg hvað þetta er. Hann tognaði illa í vetur og svo meiddi hann sig á móti HK, datt á öxlina og þetta tók sig upp. Við erum að senda hann í myndatöku og sjáum hversu alvarlegt þetta er, hann var lengi frá síðast," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net.

Stefán Árni átti að æfa með U21 landsliðinu í vikunni.

„Hann getur ekki æft fótbolta núna og má ekki fara í neinn contact. Það er alveg óvíst hversu lengi hann verður frá en það verður einhver tími,” bætti Rúnar við.

Næsti leikur KR er gegn Leikni mánudaginn 14. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner