Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. maí 2021 19:20
Aksentije Milisic
Zlatan myndi bjóða Icardi velkominn til AC Milan
Mauro Icardi.
Mauro Icardi.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, segir að hann myndi bjóða Mauro Icardi, sóknarmann PSG, velkominn til liðsins.

Icardi spilaði með erkifjendum og nágrönnum þeirra Milan manna, Inter Milan, í sjö ár og skoraði 111 mörk. Hann var einnig lengi vel fyrirliði liðsins.

Icardi gekk til liðs við PSG árið 2020 en hefur ekki fundið sig nægilega vel þar. Hann hefur mikið verið á bekknum og er notaður sem varaskeifa.

Hann er nú orðaður burt frá PSG og er AC Milan eitt þeirra liða sem er talið hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan var spurður út í þetta.

„Ég mun bjóða alla leikmenn velkomna sem koma og hjálpa liðinu. Stjórnin mun hins vegar ákveða hvort að Icardi komi eða ekki," sagði Svíinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner