Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. maí 2022 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Fjórar þrennur í sigri KFK - Skallagrímur á toppinn
Mynd: Hanna Símonardóttir
Gunnar Jökull skoraði fimm gegn Afríku.
Gunnar Jökull skoraði fimm gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Það fóru þrír leikir fram í íslenska boltanum í kvöld þar sem leikið var í 4. deildinni.


Skallagrímur vann þægilegan 5-1 sigur á KFB eftir að hafa lent marki undir, þar sem Elís Dofri G Gylfason skoraði tvennu.

Sigurinn fleytir Skallagrími á topp A-riðils upp að hlið Hvíta riddarans þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en Hvíti riddarinn með betri markatölu.

Ísbjörninn gat jafnað toppsætin með sigri gegn Kríu en gestirnir af Seltjarnarnesi gerðu sér lítið fyrir og settu fimm mörk.

Birkir Rafnsson gerði tvennu í 0-5 sigri Kríu sem jafnar Ísbjörninn og Árbæ í þriðja sæti með sex stig.

Skallagrímur 5 - 1 KFB
0-1 Óskar Þór Jónsson ('27 , Mark úr víti)
1-1 Alexis Alexandrenne ('30 )
2-1 Elís Dofri G Gylfason ('35 )
3-1 Arthúr Bjarni Magnason ('45 )
4-1 Elís Dofri G Gylfason ('51 )
5-1 Sölvi Snorrason ('83 )

Ísbjörninn 0 - 5 Kría
0-1 Vilhelm Bjarki Viðarsson ('38 )
0-2 Pétur Steinn Þorsteinsson ('43 )
0-3 Birkir Rafnsson ('64 )
0-4 Birkir Rafnsson ('65 )
0-5 Ólafur Stefán Ólafsson ('72 )

Þá vann KFK risasigur á Afríku í B-riðli þar sem Gunnar Jökull Johns skoraði þrennu á fyrstu átta mínútum leiksins en í heildina gerði hann fimm mörk.

Jamal Michael Jack, Hubert Rafal Kotus og Emil Smári Guðjónsson gerðu sitthvora þrennuna og varð niðurstaðan lygilegur 17-0 sigur.

KFK fer á topp riðilsins með sjö stig eftir þrjár umferðir en getur misst sætið til RB sem á leik til góða.

KFK 17 - 0 Afríka
1-0 Gunnar Jökull Johns ('3 )
2-0 Gunnar Jökull Johns ('7 )
3-0 Gunnar Jökull Johns ('8 )
4-0 Hubert Rafal Kotus ('27 , Mark úr víti)
5-0 Gunnar Jökull Johns ('40 )
6-0 Hubert Rafal Kotus ('43 )
7-0 Jamal Michael Jack ('44 )
8-0 Emil Smári Guðjónsson ('47 )
9-0 Ingvi Þór Albertsson ('50 )
10-0 Oliver Helgi Gíslason ('55 )
11-0 Jamal Michael Jack ('70 )
12-0 Gunnar Jökull Johns ('72 )
13-0 Hubert Rafal Kotus ('75 )
14-0 Keston George ('77 )
15-0 Jamal Michael Jack ('82 )
16-0 Emil Smári Guðjónsson ('84 )
17-0 Emil Smári Guðjónsson ('86 )


Athugasemdir
banner
banner
banner