Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. maí 2022 06:00
Victor Pálsson
Benfica ekki viss með verðmiðann á Leno
Mynd: Getty Images

Benfica hefur áhuga á að semja við markvörðinn Bernd Leno hjá Arsenal sem er til sölu í sumarglugganum.


Enskir miðlar greina frá þessu en Arsenal mun vilja 8,5 milljónir punda fyrir þennan þýska markmann.

Það er verðmiði sem Benfica er hins vegar ekki tilbúið að borga en Leno kostaði Arsenal nær þrefalt þeirri upphæð árið 2018.

Arsenal keypti þá Leno frá Bayer Leverkusen fyrir 22,5 milljónir punda og var hann aðalmarkvörður liðsins í dágóðan tíma.

Aaron Ramsdale hefur nú tekið stöðu Leno og er númer eitt á Emirates og vill sá síðarnefndi því fara.

Benfica er það lið sem hefur sýnt Leno hvað mestan áhuga en Arsenal gæti þurft að lækka verðmiðann ef hann á að fara til Portúgals.


Athugasemdir
banner