Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. maí 2022 10:13
Brynjar Ingi Erluson
Benzema og Vinicius Jr valdir bestir
Karim Benzema
Karim Benzema
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karim Benzema og Vinicius Jr, leikmenn Real Madrid, eru bestu leikmenn ársins í Meistaradeild Evrópu en UEFA opinberaði valið á heimasíðu sinni í dag.

Benzema skoraði 15 mörk í keppninni í ár og reyndist afdrifaríkur í útsláttarkeppninni.

Franski leikmaðurinn gerir sterkt tilkall til að vinna Ballon d'Or síðar á þessu ári en hann er þegar byrjaður að hala inn verðlaunum og var í dag valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar á tímabilinu.

Liðsfélagi hans, Vinicius Jr, var þá valinn besti ungi leikmaðurinn, en hann kom að ellefu mörkum í Meistaradeildinni. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp sjö.

Þá gerði hann sigurmarkið í úrslitaleiknum í 1-0 sigrinum á Liverpool á dögunum en hann og Benzema hafa myndað eitt öflugasta sóknarteymi heims hjá Real Madrid.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner