Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne og Tielemans komnir með þjálfaragráðu
Mynd: EPA
Sex belgiskir landsliðsmenn voru að öðlast UEFA A þjálfaragráðu frá belgíska knattspyrnusambandinu.

Mennirnir hafa lokið námskeiðinu og geta nú byrjað að vinna í UEFA Pro gráðunni sem tekur 18 mánuði í venjulegu námi. 

Þegar þeir verða búnir að öðlast UEFA Pro þjálfaragráðu munu þeir geta þjálfað hvaða knattspyrnufélag sem er.

Kevin De Bruyne, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er meðal þeirra sem eru komnir með gráðuna.

Hinir fimm eru Youri Tielemans, Dries Mertens, Axel Witsel, Leandro Trossard og Jan Vertonghen.


Athugasemdir
banner
banner
banner