banner
   þri 31. maí 2022 13:26
Brynjar Ingi Erluson
De Jong vill vera áfram hjá Barcelona - „Ég ætla ekkert að segja þér það"
Frenkie de Jong
Frenkie de Jong
Mynd: Getty Images
De Jong vildi ekki svara því hvort hann hafi verið í sambandi við Erik ten Hag
De Jong vildi ekki svara því hvort hann hafi verið í sambandi við Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong segist ekki hafa það í hyggju að yfirgefa Barcelona í sumarglugganum en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðustu vikur.

Erik ten Hag tók við taumunum hjá United á dögunum en hann þjálfaði De Jong hjá Ajax áður en miðjumaðurinn gekk í raðir Börsunga fyrir þremur árum.

Nú vill Ten Hag endurnýja kynni sín við De Jong en spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að félögin hafi rætt sín á milli varðandi kaup og sölu á leikmanninum.

De Jong hefur hins vegar ekkert heyrt af því og vill ólmur vera áfram hjá Barcelona. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, eitthvað sem er ekki mögulegt með Manchester United.

„Ég vil vera áfram hjá Barcelona. Ég hef sagt þetta áður og Barcelona er mitt draumafélag. Hef ég verið í sambandi við önnur félög? Ég vil ekki tala um orðróma. Mér líður vel hjá Barcelona og það er ekkert samkomulag eða eitthvað staðfest," sagði De Jong.

„Auðvitað heyrir maður af þessum fréttum af Manchester United en ég hef ekkert fengið að vita frá fólkinu sem stjórnar Barcelona. Ég geri þá ráð fyrir því að það er ekkert samkomulag og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hef ég verið í sambandi við Ten Hag? Ég ætla ekkert að segja þér það."

„Félagið hefur ekki sagt mér neitt. Það hefur ekkert komið á borð til mín,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner