Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 31. maí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso að taka við Valencia
Síðustu þrjú félög sem Gattuso hefur stýrt eru Milan, Napoli og Fiorentina.
Síðustu þrjú félög sem Gattuso hefur stýrt eru Milan, Napoli og Fiorentina.
Mynd: Getty Images

Fregnir frá Ítalíu og Spáni herma að Gennaro Ivan Gattuso sé við það að taka við stjórnartaumunum hjá Valencia í spænska boltanum.


Gattuso er farinn til Singapúr með umboðsmanni sínum Jorge Mendes til að ræða við Peter Lim, eiganda Valencia.

Valencia hefur gengið í gegnum erfið ár með Lim sem eiganda og eru stuðningsmenn félagsins gríðarlega ósáttir með hann.

Félaginu hefur þó tekist að halda sér í efstu deild spænska boltans en fyrir tíð Lim og á hans fyrstu árum var Valencia ávalt viðloðið Evrópubaráttu. Valencia endaði í níunda sæti spænsku deildarinnar í ár eftir að hafa lent í þrettánda sæti í fyrra.

Til gamans má geta að Peter Lim á stóran hluta í Salford City á Englandi sem er rekið með miklu tapi. Hann réði Gary Neville til Valencia á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner