Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. maí 2022 06:00
Victor Pálsson
Heimsókn frá Gerrard gerði gæfumuninn
Mynd: EPA

Boubacar Kamara er genginn í raðir Aston Villa eftir sex ár sem aðalliðsmaður Marseille í frönsku úrvalsdeildinni.


Kamara skrifaði undir fimm ára samning við Villa þann 23. maí og yfirgefur Marseille þar sem hann hefur spilað allan sinn feril.

Það var Steven Gerrard sem spilaði stórt hlutverk í að fanga þennan öfluga leikmann sem er fæddur árið 1999.

Gerrard er stjóri Villa og gerði mikið til að landa leikmanninum og var til að mynda mættur heim til hans á tímapunkti í viðræður.

Kamara er varnarsinnaður miðjumaður og hefur spilað 130 deildarleiki fyrir Marseille frá árinu 2016.

Önnur félög voru inni í myndinni í dágóðan tíma en Gerrard virðist hafa náð að sannfæra Kamara um að koma á Villa Park.

„Þetta var mín ákvörðun. Ég fékk þetta á tilfinninguna með Aston Villa og ég var mjög ánægður. Þegar stjórinn kemur í heimsókn heim til þín, fer alla þessa leið og útskýrir verkefnið þá skiptir það máli," sagði Kamara.

„Sérstaklega þegar kemur að Steven Gerrard sem er einn besti miðjumaður sögunnar í sinni stöðu. Ég get ekki beðið eftir því að vinna með honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner