Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. maí 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kahn: Þakklæti er ekki einstefnugata
Mynd: Getty Images

Þýska stórveldið FC Bayern á í opinberu stríði við Robert Lewandowski sem vill yfirgefa félagið.


Lewandowski og umboðsmaður hans Pini Zahavi hafa farið mikinn í fjölmiðlum undanfarnar vikur þar sem þeir heimta að Bayern hleypi sóknarmanninum til Barcelona þó hann eigi eitt ár eftir af samningnum við félagið.

Oliver Kahn og aðrir stjórnendur hjá FC Bayern hafa tjáð sig um málið við fjölmiðla og eru allir á sama máli: Lewandowski ber að virða samninginn sem hann skrifaði undir.

„Ég get ekki sagt ykkur hvers vegna Robert ákvað að fara þessa leið í samskiptum við félagið. Svona opinberar yfirlýsingar gera ekkert gott fyrir hans stöðu hjá FC Bayern," sagði Kahn við Sport1.

„Robert ætti að vita hvað hann hefur það gott hjá Bayern. Þakklæti er ekki einstefnugata."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner