Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. maí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Kaupmannahöfn
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Ísrael
Hörður Björgvin Magnússon og Arnar Þór Viðarsson ræða saman.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnar Þór Viðarsson ræða saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudagskvöld leikur íslenska landsliðið sinn fyrsta leik í B-deild Þjóðadeildarinnar, leikið verður gegn Ísrael í Haífa og verður leikurinn 18:45 að íslenskum tíma.

Auk þessara liða er Albanía í sama riðli, Rússland átti að vera með í riðlinum en hefur verið bannað þátttöku í keppnum á vegum UEFA og FIFA. Rússar enda því sjálfkrafa í neðsta sæti og falla í C-deild.

Ísland berst við Ísrael og Albaníu um að vinna riðilinn og komast þar með upp í A-deildina.



Hér má sjá byrjunarliðið sem Fótbolti.net spáir að Ísland tefli fram á fimmtudag gegn Ísrael. Hörður Björgvin Magnússon kemur til móts við hópinn í kvöld og ferðast með í leikinn.

Miðað við æfinguna í Kaupmannahöfn í dag, þar sem Ísland hefur verið í undirbúningi fyrir leikinn, mun Hákon Arnar Haraldsson, hinn ungi leikmaður FCK, vera í byrjunarliðinu.

Birkir Bjarnason fyrirliði fór af æfingu í gær en tók þátt í allri æfingunni í dag og er klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner