Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 31. maí 2022 07:00
Victor Pálsson
Newcastle blandar sér í baráttuna um Fekir
Mynd: EPA

Newcastle ætlar að reyna aftur við miðjumanninn Nabil Fekir í sumar og mun berjast við Arsenal um hans þjónustu.


Newcastle endaði tímabilið á Englandi virkilega vel og hafnaði í 11. sæti deildarinnar eftir fallbaráttu framan af.

Eddie Howe hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við í byrjun árs af Steve Bruce sem var þá rekinn.

Newcastle getur borgað Fekir hærri laun en hann myndi fá hjá Arsenal og hjá hans núverandi félagi, Real Betis.

Verðmiði Fekir er talinn vera um 30 milljónir punda og væri Newcastle ekki í vandræðum með að borga þá upphæð.

Fekir hefur skorað 22 mörk í 118 leikjum fyrir Betis síðan hann kom frá Lyon í Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner