Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. maí 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
O'Boyle ráðinn til Man Utd - Starfar samhliða Murtough
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Manchester United er búið að ráða Andy O'Boyle til sín eftir að hafa unnið gott starf í stjórnunarstöðu hjá ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár.


O'Boyle er ráðinn aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um brottför Ralf Rangnick frá félaginu og mun hann starfa náið með John Murtough, yfirmanni fótboltamála.

Murtough mun starfa mikið með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra, þegar það kemur að leikmannakaupum á meðan O'Boyle fær stærra hlutverk í daglegum rekstri innan félagsins.

O'Boyle, sem er uppalinn á Norður-Írlandi, hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Man Utd og þjálfaði í yngri flokkum félagsins fyrir sextán árum. Þar kynntist hann tíu ára gömlum Marcus Rashford meðal annars.

O'Boyle hefur sinnt ýmsum þjálfarastörfum víðs vegar um England. Hann var hjá Wrexham og Coventry City áður en hann tók til starfa hjá Liverpool. Hann var í Liverpool í sex ár þar til hann fékk samningstilboð frá enska knattspyrnusambandinu.

Ári seinna fékk hann starf hjá ensku úrvalsdeildinni og nú heldur hann aftur til Man Utd.

O'Boyle mun ljúka UEFA Pro þjálfaragráðunni í sumar og er samhliða því í doktorsnámi í íþróttavísindum.


Athugasemdir
banner
banner
banner