Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. maí 2022 16:59
Brynjar Ingi Erluson
Pato um Ancelotti: Mætti á þyrlu á æfingu og skírði hundinn í höfuðið á mér
Myndin fræga af Carlo Ancelotti og leikmönnum Real Madrid
Myndin fræga af Carlo Ancelotti og leikmönnum Real Madrid
Mynd: Real Madrid
Carlo Ancelotti er mikill kóngur og lifir eins og slíkur en brasilíski framherjinn Alexandre Pato talaði aðeins um fyrrum þjálfara sinn í viðtali við The Players Tribune.

Pato kom til AC Milan þegar hann var aðeins 17 ára gamall og þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims.

Hann fékk ekki leyfi til að spila fyrr en eftir áramót tímabilið 2007-2008 þar sem hann hafði ekki náð 18 ára aldri. Eftir áramót skoraði hann svo níu mörk fyrir Milan.

Pato spilaði í sex ár hjá Milan en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir og eftir dvölina þar fór hann aftur til Brasilíu. Síðan þá hefur hann spilað út um allan heim en hann ræddi aðeins um fyrrum þjálfara sinn, Carlo Ancelotti.

Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid á dögunum og er einn sigursælasti þjálfari allra tíma en hann talar vel um lærimeistara sinn.

„Ancelotti gek mér í föðurstað. Hann skírði meira að segja hundinn sinn Pato. Þú sást þessa mynd af honum fögnuðinum í Madríd, með sólgleraugun og vindilinn? Þegar hann þjálfaði Milan þá mætti hann á þyrlu á æfingar. Hann bjó í Parma og konan hans er með flugleyfi. Hann steig út úr þyrlunni eins og hann væri James Bond. Ef einhver hefur lifað með stæl, þá er það Carlo," sagði Pato.
Athugasemdir
banner
banner