Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 31. maí 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira snýr aftur til Man Utd
Mynd: Getty Images

Brasilíski miðjumaðurinn Andreas Pereira er kominn aftur til Manchester United eftir að hafa mistekist að semja við Flamengo í heimalandinu.


Pereira var lánaður til Flamengo í fyrra og stóð sig gífurlega vel á nýliðinni leiktíð. Flamengo vildi halda honum en gat ekki boðið leikmanninum nægilega góðan samning.

Pereira heldur því aftur til Manchester þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana.

Pereira er 26 ára gamall með 75 leiki að baki fyrir Man Utd og einn fyrir brasilíska A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner