Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 31. maí 2022 17:18
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex: Ætla að kommenta sem minnst á þetta
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er spenntur fyrir komandi leikjum landsliðsins í Þjóðadeildinni og vonast til þess að eigna sér stöðuna.

Rúnar Alex spilaði báða leikina í marsverkefninu gegn Finnlandi og Spáni en hann á samtals 14 A-landsleiki að baki.

Liðið undirbýr sig nú fyrir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og er fyrsti leikurinn á móti Ísrael í Haifa á fimmtudag.

Það er góð stemning í hópnum og er hann gíraður í verkefnið.

„Bara mjög vel. Það er búið að vera gaman að æfa hérna í Danmörku og náðum góðum æfingum á Íslandi. Mér finnst hópurinn líta vel út og allir klárir og gíraðir."

„Ég undirbý mig þannig. Svo er það undir þjálfaranum komið að velja. Ég spilaði síðustu tvo leiki og stóð mig ágætlega. Ég get aldrei gert kröfu á byrjunarliðssæti en ég vonast eftir að spila og er klár að spila,"
sagði Rúnar Alex við Fótbolta.net.

Rúnar var spurður út frétt Aftenbladet í Noregi en liðsfélagi hans í landsliðinu, Patrik SIgurður Gunnarsson, er þar sakaður um svindl, en hann hefur fært markið um 15-20 sentimetra í heimaleikjum Viking í norsku úrvalsdeildinni. Rúnar ætlar ekki að gera það sama, enda eru aðrir staðlar hjá UEFA og mörkin líklega föst við jörðina.

„Nei, ég hugsa að ég sleppi því nú. Ég sá myndband af þessu en ég ætla að kommenta sem minnst á þetta. Ekki mitt að svara fyrir þetta," sagði Rúnar um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner