þri 31. maí 2022 09:00
Innkastið
„Sjokkerandi" tölur fyrir Steven Lennon
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Stúkunni á Stöð 2 Sport kom Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins, inn á það að Steven Lennon, sóknarmaður FH, hefur bara skorað fimm mörk sem ekki eru vítaspyrnur í 25 leikjum.

Rætt var um þessa staðreynd í Innkastinu.

„Mér finnst þetta vera sjokkerandi tölur fyrir Steven Lennon. Hann er og hefur verið einn besti sóknarmaður í deildinni í mörg ár," segir Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu.

„Það vita allir hvaða gæðum hann býr yfir, hann býr til fyrir liðsfélaga sína og allt það en hann var líka alltaf þessi rosalegi markaskorari líka. Hann spilaði vel á undirbúningstímabilinu en FH er ekki að fá inn mörk frá þessum stærstu nöfnum sínum. Það eru þvílíkir leikmenn í þessu liði," segir Aron Elí Sævarsson.

Í þættinum var einnig talað um fleiri stór nöfn í FH-liðinu sem eru ekki að gefa liðinu meira. FH hefur verið í miklu brasi á tímabilinu og er í níunda sæti Bestu deildarinnar.

„Maður vill fá að sjá meira frá nánast öllum þessum reynslumiklu mönnum í liðinu," segir Sverrir Mar Smárason.
Innkastið - Mjög vont verður enn verra hjá Val og FH
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner