Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 31. maí 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Spence vill Nottingham frekar en Tottenham eða Bayern
Mynd: Getty Images

Hægri bakvörðurinn Djed Spence þarf að taka stóra ákvörðun í sumar þar sem nokkur félög eru áhugasöm um að fá hann í sínar raðir.


Spence er 21 árs gamall leikmaður Middlesbrough sem gerði frábæra hluti að láni með Nottingham Forest á nýliðinni leiktíð.

Spence reyndist algjör lykilmaður er Nottingham vann umspilið á meðan Middlesbrough endaði um miðja deild.

FC Bayern hefur áhuga á að fá Spence í sínar raðir en Arsenal, Brentford og Tottenham hafa einnig verið orðuð við hann - auk Nottingham Forest. 

„Ég elska þetta félag. Ég kom hingað og stjórinn og stuðningsmenn tóku mér með opnum örmum. Við unnum saman og við töpuðum saman, við förum upp saman og það hefur mikla þýðingu fyrir mér," sagði Spence um framtíðina.

„Ég væri mikið til í að vera hérna áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Ég get ekkert gert annað en að bíða og sjá hvað gerist í framtíðinni. Ég vona að ég fái að spila með Nottingham í úrvalsdeildinni."

Sjá einnig:
Reyna að kaupa einn sinn besta mann á tímabilinu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner