Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. maí 2022 06:00
Victor Pálsson
Stuðningsmenn Leeds mættu til Spánar á leik Hernandez
Mynd: Getty Images

Ansi skemmtilegt atvik átti sér stað á Spáni um helgina er Pablo Hernandez lék lokaleik tímabilsins fyrir lið Castellon.


Hernandez er goðsögn í augum stuðningsmanna Leeds og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.

Hernandez lék með Leeds frá 2017 til 2021 og lék yfir 150 deildarleiki og skoraði í þeim 31 mark.

Yfir 50 stuðningsmenn Leeds búsettir á Englandi voru mættir til Spánar um helgina og kíktu á leik með sínum fyrrum leikmanni.

Hernandez leikur eins og áður sagði með Castellon í þriðju efstu deild og skoraði tvö mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann hóf ferilinn einmitt hjá þessu félagi.

Þessir rúmlega 50 stuðningsmenn létu vel í sér heyra í stúkunni og fengu lófaklapp frá Hernandez eftir lokaflautið þar sem hann var í tárum.

Hernandez átti væntanlega ekki von á þessari óvæntu heimsókn og gat ekki annað en tárast er hann þakkaði stuðninginn.

Fallegt að sjá en þetta atvik má skoða hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner