Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. maí 2022 10:27
Innkastið
Verða þjálfaraskipti í landsleikjaglugganum?
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hafa tapað fjórum leikjum í röð.
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hafa tapað fjórum leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er í níunda sæti undir stjórn Óla Jó.
FH er í níunda sæti undir stjórn Óla Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staða Heimis Guðjónssonar hefur verið mikið í umræðunni en Valur tapaði fjórða leik sínum í röð, þriðja deildarleiknum, þegar liðið beið lægri hlut gegn Fram á sunnudaginn.

Í Innkastinu var velt því upp hvort þetta gæti hafa verið síðasta hálmstráið fyrir Heimi.

„Börkur (formaður Vals) hefur ekki mestu þolinmæði á Íslandi og ég gæti alveg séð það gerast. Sérstaklega því Heimir hefur fengið allt 'bakköpp' í heiminum. Maður hefur ekki séð það svona áður í íslenska boltanum að lið drullar á sig og þjálfarinn fær að skipta út öllum leikmannahópnum. Ég man ekki eftir því að hafa séð það áður," segir Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

„Við erum ekki að sjá mikla framþróun á leik liðsins. Við erum enn að horfa á Val mæta út á völlinn og það er eins og það sé stefnuleysi. Það er ekki eins og menn séu ekki með skýr hlutverk og það vantar allan liðsbrag."

Aron Elí Sævarsson, leikmaður Aftureldingar, er uppalinn hjá Val en hann var með þeim í þættinum.

„Heimir hugsar um varnarleikinn og svo á að nýta þessi gæði sem liðið hefur en það er enginn að vinna saman. Hver og einn tekur meira en þrjár snertingar þegar hann fær boltann, maður sér ekki þríhyrning eða hlaup fyrir hvorn annan," segir Aron í þættinum.

Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH
Á kaffistofum landsins hafa Heimir Hallgrímsson og Eiður Smári Guðjohnsen báðir verið í umræðunni ef Valur skiptir um þjálfara. Þeir báðir eru einnig í umræðunni varðandi FH þar sem staða Ólafs Jóhannessonar er talin ótrygg. FH er í níunda sæti.

Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? Valdimar Svavarsson, formaður FH, fékk þessa spurninu frá Vísi í gær.

„Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars," svaraði Valdimar.
Innkastið - Mjög vont verður enn verra hjá Val og FH
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner