Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 31. júlí 2022 12:04
Brynjar Ingi Erluson
Wijnaldum á leið til Roma
Gini Wijnaldum fer til Ítalíu
Gini Wijnaldum fer til Ítalíu
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum er skrefi nær því að ganga í raðir ítalska félagsins Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Þetta kemur fram í hollenskum miðlum í dag.

Þessi 31 árs gamli leikmaður gekk til liðs við PSG á frjálsri sölu frá Liverpool á síðasta ári en það hefur ekkert gengið upp hjá franska félaginu.

Hann var valinn einn slakasti leikmaður tímabilsins og virðist ekki vera í plönum Christophe Galtier, þjálfara PSG.

Algeemen Dagblad í Hollandi segir að Roma hafi nú náð samkomulagi við PSG um að fá Wijnaldum á láni út tímabilið með mögulega á að kaupa hann á næsta ári.

Wijnaldum mun halda til Ítalíu á næstu dögum og gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður frá helstu smáatriðum.

Hann verður fimmti leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær til Roma í sumar á eftir Mile Svilar, Nemanja Matic, Paulo Dybala og Zeki Celik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner