Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. ágúst 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Guðjón skartaði Fokk ofbeldi húfu - „Frekar falið þá"
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, mætti með Fokk ofbeldi húfu í viðtali eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.

Hann lék þar sama leik og Rúnar Kristinsson gerði síðasta sunnudag.

Mikil umræða hefur verið síðustu daga um kynbundið ofbeldi að hálfu landsliðsmanna Íslands.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði í viðtali við Kastljós á fimmtudag að engar tilkynningar eða ábendingar hefðu borist frá því hann tók við formennsku en greindi svo frá því í fréttatímanum á föstudag að hann hafi farið með rangt mál. Hann lét af störfum á sunnudag eftir mikil fundarhöld.

Stjórn KSÍ sagði svo af sér í gær en framkvæmdastjórinn, Klara Bjartmarz, situr áfram þrátt fyrir mikinn þrýsting um uppsögn.

Guðjón, sem er fyrrum landsliðsþjálfari, var spurður út í málið stóra eftir leikinn í Breiðholtinu í kvöld. „Það er sorgleg staða sem er komin upp í fótboltanum," sagði Guðjón.

„Það mun taka mörg ár að vinna trúnað og traust aftur. En við vitum það að við eigum marga góða fótboltamenn og það er góður andi í hreyfingunni heilt yfir. Við skulum vona að fólk nái að snúa bökum saman og hreinsa þessa skömm af knattspyrnunni."

Stjórn KSÍ sagði af sér í gær. „Þau sögðu af sér og þeirra er ábyrgðin. Það eru líka starfsmenn sem hafa horft í augu við þessa hluti og ekki gert neitt í því. Þau hafa frekar falið þá heldur en hitt. Það eru fleiri sem eiga eftir að skipta um stóla."

Um Klöru sagði hann: „Hún er jafnföst inn í þessu umhverfi og Guðni. Það er búið að láta Guðna fjúkan og svo kom stjórnin þar á eftir. Klara er búin að sitja þarna í öll árin og hún veit allt hvað gerist."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Gaui Þórðar: Ég verð áfram með liðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner