Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. ágúst 2022 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð gengur til liðs við Lyngby - Skrifar undir eins árs samning
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Heimasíða Lyngby
Alfreð Finnbogason er búinn að skrifa undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby en þetta segir danski blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini á Twitter.

Alfreð, sem er 33 ára gamall, yfirgaf þýska félagið Augsburg í sumar er samningur hans rann sitt skeið.

Hann æfði með Lyngby til að halda sér í formi fyrr í sumar en þá var ekki á borðinu að gera samning við félagið.

Farzam Abolhosseini segir nú frá því á Twitter að hann hafi gert eins árs samning við félagið. Það verður væntanlega tilkynnt á næstu dögum.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þá er Sævar Atli Magnússon á mála hjá félaginu.

Lyngby er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir fyrstu sjö leikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner