Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. ágúst 2022 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar ætla sér að vinna tvöfalt - „Komum vonandi beittari, brattari og betri í þennan leik"
Forréttindi að fá að spila svona stóra leiki
Risaleikur í kvöld! Óskar segir sína menn eiga talsvert inni frá síðasta leik gegn Víkingi
Risaleikur í kvöld! Óskar segir sína menn eiga talsvert inni frá síðasta leik gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð og Blikar ætla sér að standa uppi sem tvöfaldir meistarar í haust
Davíð og Blikar ætla sér að standa uppi sem tvöfaldir meistarar í haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram viðureign Breiðabliks og Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:45.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals eftir leik Breiðabliks gegn Leikni á sunnudag. Þar var hann spurður út í leikinn gegn Víkingi.

„Það er hörkuleikur í bikarnum. Við erum hrikalega vel stemmdir, við hlökkum til að fá þá aftur hérna í heimsókn og búumst við hörkuleik. Auðvitað er bara frábært og gaman að spila á móti Víkingum. Það er mikil tilhlökkun og ég veit að drengirnir átta sig á því að það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki á þessum tímapunkti, og alla þessa leiki sem skipta máli. Það er bara geggjað," sagði Óskar.

Liðin mættust fyrir tveimur vikum í Bestu deildinni og þá urðu lokatölur 1-1.

„Skýrslan um Víkinga tekur breytingum frá síðasta leik, við lærðum fullt á leiknum síðast og komum vonandi beittari, brattari og betri í þennan leik heldur en við vorum þá - þó að úrslitin hafi verið ágæt og spilamennskan allt í lagi. Mér fannst við eiga dálítið inni þannig vonandi verðum við ennþá sterkari í þessum leik," sagði þjálfarinn.

Einnig var rætt við Davíð Ingvarsson, leikmann Breiðabliks, eftir leikinn gegn Leikni.

„Leikur við Víking, við verðum alltaf mjög gíraðir í þá leiki. Við ætlum að koma til leiks eins og í fyrri hálfleik í síðasta leik gegn þeim. Við vorum góðir og vorum harðir og það gekk vel. Við ætlum að reyna gera enn betur, vinna leikinn og fara í úrslit."

„Við ætlum að reyna gera mjög svipað og skerpa á hlutum sem við þurfum að bæta frá því í þeim leik. Ætlum okkur að klára þá. Ég held að það sé mjög augljóst,"
sagði Davíð þegar hann var spurður hvort plan Breiðabliks væri að standa uppi sem tvöfaldur meistari í haust.

Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar sem stendur og Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Liðin háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust og má búast við hörkuleik í kvöld.
Óskar Hrafn: Fannst við ekki taka fótinn af bensíngjöfinni frá upphafi
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Athugasemdir
banner