mið 31. ágúst 2022 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Markaskorararnir úr deildarleiknum á bekknum
Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, byrjar í kvöld.
Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, byrjar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl snýr til baka eftir leikbann.
Viktor Karl snýr til baka eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Klukkan 19:45 hefst viðureign Breiðabliks og Víkings í Mjólkurbikar karla. Barist er um sæti í sjálfum úrslitaleiknum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli, heimavelli Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Leikni í Bestu deildinni. Viktor Karl Einarsson og Oliver Sigurjónsson koma inn í liðið fyrir þá Sölva Snæ Guðbjargarson og Andra Rafn Yeoman.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn KA. Karl Friðleifur Gunnarsson, Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen koma inn fyrir þá Helga Guðjónsson, Ara Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric.

Liðin mættust í Bestu deildinni fyrir rúmum tveimur vikum og þá skoruðu þeir Sölvi Snær og Danijel mörk liðanna. Þeir byrja á bekknum.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
Athugasemdir
banner
banner