Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haller tók við verðlaunum í gær: Hefur ekki verið auðvelt
Mynd: Getty Images

Sebastien Haller framherji Dortmund hefur ekkert getað leikið með liðinu síðan hann kom til liðsins í sumar vegna veikinda.


Hann greindist með æxli í eista en hann gekkst undir aðgerð fyrir um mánuði síðan sem mun halda honum frá fótboltavellinum næstu mánuðina.

Hann gekk til liðs við Dortmund frá Ajax þar sem hann skoraði 21 mark í 31 leik á síðustu leiktíð þegar Ajax varð hollenskur meistari. Hann tók við verðlaunum í gær fyrir að vera markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þar hélt hann smá ræðu um sín veikindi.

„Ég er heppinn með fólkið í kringum mig, konan mín, sjúkraþjálfarinn og fólkið hjá Dortmund. Þetta hefur ekki verið auðvelt," sagði Haller klökkur.

„Mér líður vel, það geta allir lent í þessu. Ég hef sagt að ég hafi verið heppinn að lenda í þessu því ég er með frábært fólk í kringum mig."


Athugasemdir
banner
banner
banner