Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Stærsti leikur ársins á Kópavogsvelli
Það verður hart barist í kvöld
Það verður hart barist í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tvö bestu lið landsins, Breiðablik og Víkingur mætast í fyrri undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Víkingur er ríkjandi Íslands og bikarmeistari en Breiðablik er með 10 stiga forystu á Víking í deildinni þessa stundina.

Það þýðir ekkert þegar komið er í bikarkeppni.

Liðin eru að mætast í annað sinn á rúmum tveimur vikum en liðin gerðu 1-1 jafntefli einmitt á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í deildinni í Víkinni 3-0.

Breiðablik vann HK í hörku grannaslag 1-0 í 8 liða úrslitum á meðan Víkingur vann KR í svakalegum leik 5-3.

miðvikudagur 31. ágúst

Mjólkurbikar karla
19:45 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner