Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 31. ágúst 2022 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir byrjaði í jafntefli gegn Napoli - Aftur skoraði Vlahovic úr aukaspyrnu
Þórir Jóhann Helgason byrjaði sinn fyrsta leik í Seríu A
Þórir Jóhann Helgason byrjaði sinn fyrsta leik í Seríu A
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Vlahovic skoraði aftur úr aukaspyrnu
Dusan Vlahovic skoraði aftur úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Fimm leikir fóru fram í Seríu A á Ítalíu í kvöld en Juventus lagði þar Spezia, 2-0. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Napoli.

Dusan Vlahovic skoraði geggjað aukaspyrnumark um helgina og endurtók leikinn með því að skora úr aukaspyrnu gegn Spezia á 2. mínútu.

Arkadiusz Milik, sem kom til liðsins frá Marseille á dögunum, gerði annað mark liðsins undir lok leiks. Mikael Egill Ellertsson kom inná sem varamaður hjá Spezia þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Juventus er í 4. sæti með 8 stig.

Þórir Jóhann Helgason var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lecce á tímabilinu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Napoli. Þórir fór af velli í hálfleik. Lecce er í 15. sæti með 2 stig.

Það vakti athygli í fyrri hálfleiknum fékk Lecce vítaspyrnu en Lorenzo Colombo fór á punktinn og skoraði. Hann var látinn taka spyrnuna aftur og þá varði Alex Meret. Colombo bætti reyndar upp fyrir það með stórkostlegu marki af löngu færi.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 1 - 1 Verona
1-0 Tommaso Baldanzi ('26 )
1-1 Yayah Kallon ('69 )

Sampdoria 1 - 1 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('21 )
1-1 Manolo Gabbiadini ('90 )

Udinese 1 - 0 Fiorentina
1-0 Beto ('17 )

Juventus 2 - 0 Spezia
1-0 Dusan Vlahovic ('9 )
2-0 Arkadiusz Milik ('90 )

Napoli 1 - 1 Lecce
0-0 Lorenzo Colombo ('25 , Misnotað víti)
1-0 Eljif Elmas ('27 )
1-1 Lorenzo Colombo ('31 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner