mið 31. ágúst 2022 11:46
Elvar Geir Magnússon
Klárt að Ronaldo fer ekki - Antony og Dubravka síðustu kaup Man Utd í glugganum
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir það klárt mál að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu. Glugganum verður lokað annað kvöld.

„Það er alveg klárt. Við þurfum gæða leikmenn. Við þurfum á öllum að halda í þeim leikjum sem eru framundan svo hægt sé að halda stöðugleika," segir Ten Hag.

United er að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Antony og markverðinum Martin Dubravka. Ten Hag segir að það verði síðustu kaup félagsins í glugganum en annað kvöld klukkan 22 verður glugganum lokað.

Ten Hag svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag og sagði þar meðal annars að bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka yrði áfram en hann hefur verið orðaður við brottför.

Manchester United heimsækir Leicester annað kvöld. Anthony Martial er áfram á meiðslalistanum og tekur ekki þátt í leiknum. Varnarmaðurinn Victor Lindelöf æfði í morgun en óvíst er hvort hann verði leikfær.



Ten Hag segist vonast til þess að Antony, sem er að koma frá Ajax, verði kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner