Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu í máli Giggs
Ryan Giggs í dómshúsinu.
Ryan Giggs í dómshúsinu.
Mynd: Getty Images
Kviðdómurinn sem átti að skera úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs hefur verið leystur upp eftir að honum mistókst að komast að niðurstöðu.

Giggs, sem er ein dáðasta goðsögn í sögu Manchester United, var ákærður fyrir að hafa beitt fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hafa gefið systur hennar olnbogaskot.

Kviðdómurinn var skipaður 11 einstaklingum, sjö konum og fjórum karlmönnum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á önnur réttarhöld en þau yrðu þá á næsta ári.

Giggs, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Wales, hefur haldið fram sakleysi sínu og umboðsmaður hans sagði að ásakanirnar hefðu verið byggðar á lygum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner