Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 31. ágúst 2022 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur sem situr enn í Írum - „Voru í einhverjum sérstökum skóm"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, lék gegn Írlandi í leiknum eftirminnilega.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, lék gegn Írlandi í leiknum eftirminnilega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna stendur yfir undankeppnin fyrir HM 2023 sem mun fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Írland er í möguleika á því að komast í umspilið fyrir mótið og í tilefni af því ákvað írski fréttamiðillinn The42 að gera umfjöllun um það þegar liðið fór síðast í umspil fyrir lokakeppni stórmóts.

Þá mættu þær einmitt Íslandi í tveggja leikja einvígi. Ísland vann einvígið samanlagt 4-1 og fór í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið árið 2009.

Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Ísland vann seinni leikinn 3-0 á köldu kvöldi í Reykjavík.

„Seinni leikurinn átti ekki að fara fram því völlurinn var frosinn. Þær voru í einhverjum sérstökum skóm en við náðum engan veginn góðu gripi á vellinum. Einn af okkar leikmönnum fór af velli og var send beint á sjúkrahús; hún hélt að hún væri búin að brjóta báða handleggi sína þar sem hún datt svo mikið á vellinum," segir Niamh Fahey sem var í írska landsliðinu þá og er enn.

Það er ljóst að þessi leikur í Reykjavík situr enn í Írum. „UEFA sagði að leikurinn yrði að fara fram."

Áine O'Gorman, sem spilaði leikinn árið 2009, mun aldrei gleyma leiknum á Laugardalsvelli. „Völlurinn var eins og skautasvell. Þær hljóta að hafa verið á skautum því við duttum bara á hausinn. Þessi leikur átti ekki að fara fram."

Núna er möguleiki á því að Ísland og Írland mætist aftur í umspili, það er að segja ef Ísland kemst ekki beint á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner