Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodrigo þurfti súrefniskút - Mögulega frá næstu vikurnar
Rodrigo
Rodrigo
Mynd: Getty Images

Rodrigo leikmaður Leeds United hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu en hann gæti misst af næstu leikjum eftir að hafa meiðst í jafnteflinu gegn Everton í gær.


Everton og Leeds gerðu 1-1 jafntefli en Rodrigo þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa farið úr axlarlið eftir að hafa lent í samstuði við Jordan Pickford markvörð Everton.

Hann var sárþjáður og þurfti á súrefni að halda.

Jesse Marsch stjóri Leeds segir óljóst hversu alvarleg meiðslin eru en Rodrigo mun fara í myndatöku í dag.

„Sjáum til, ég hef aldrei lent í þessu. Þegar fólk lendir í þessu er það ljóst að það er mjög vont. Stundum er þetta lítið og getur verið frá í viku stundum alvarlegt og getur tekið nokkra mánuði. Honum líður betur, sem er gott, hann þarf að fara í myndatöku og við sjáum hvað við getum gert svo hann jafni sig eins fljótt og hægt er," sagði Marsch eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner