Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. ágúst 2022 16:04
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo kallaði eftir því að Maguire yrði tekinn úr liðinu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að Cristiano Ronaldo hafi kallað eftir því á síðasta tímabili að fyrirliðinn Harry Maguire missti sæti sitt í liði Manchester United. Klefinn var sundraður og United hafnaði í sjötta sætinu.

Ronaldo er sagður hafa, ásamt Raphel Varane og Paul Pogba, rætt við Ralf Rangnick, þáverandi stjóra, og sagt að Maguire væri vandamál og ætti að missa sæti sitt.

Rangnick mun hafa svarað að það væri óviðeigandi að ræða um Maguire þegar leikmaðurinn sjálfur væri ekki viðstaddur.

Þá segir að vilji Ronaldo hafi verið að spila frammi með Edinson Cavani en þar hafi hann talað fyrir daufum eyrum.

Í sumar hefur mikið verið fjallað um að Ronaldo vilji fara frá United en allt stefnir í að hann verði áfram þar sem félög sem hafa efni á að borga laun hans hafa ekki áhuga.

United hefur unnið tvo síðustu deildarleiki en Maguire og Ronaldo hafa byrjað á bekknum í báðum þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner