Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk ánægð á Ítalíu: Aldrei borðað jafn mikið pasta á ævinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Íslands til að spila með landsliðinu í undankeppni HM. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi á föstudaginn.


Fótbolti.net spjallaði við hana í gær en hún gekk til liðs við Juventus á Ítalíu eftir EM. Hún var spurð út í lífið á Ítalíu.

„Fótboltalega séð hefur gengið ótrúlega vel, þetta er flott lið, með frábærar aðstæður, góða leikmenn og góða þjálfara, allt í kringum liðið í topp standi," sagði Sara.

„Það er búið að taka smá tíma að koma sér fyrir. Ég er búinn að vera á hóteli og AirBnb, hef átt svolítið erfitt með að finna mér íbúð en það er komið. Þegar ég kem til baka frá landsliðinu verð ég með íbúð. Það tekur alltaf smá tíma fyrstu mánuðina að koma sér fyrir, sérstaklega með barn."

Hún er mjög ánægð með lífið utan fótboltans.

„Aldrei borðað jafn mikið pasta og parmaskinku á ævi minni. Lífstíllinn og allt er geggjað, það er búið að vera 36 stiga hiti, maður er ekki vanur því," sagði Sara.

Juventus hefur unnið ítölsku deildina síðustu fimm ár en liðið vill gera betur í Meistaradeildinni. Liðið fór í átta liða úrslit á síðustu leiktíð.


Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Athugasemdir
banner
banner
banner