Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 31. ágúst 2022 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Bikarmeistararnir að ganga frá Blikum
Erlingur Agnarsson átti sinn þátt í fyrsta marki Víkings og skoraði svo þriðja markið
Erlingur Agnarsson átti sinn þátt í fyrsta marki Víkings og skoraði svo þriðja markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Davíð Ingvarsson ('5 , sjálfsmark)
0-2 Karl Friðleifur Gunnarsson ('8 )
0-3 Erlingur Agnarsson ('20 )
Lestu um leikinn

Víkingur er á leið í þriðja bikarúrslitaleikinn í röð en liðið er að vinna Breiðablik, 3-0, á Kópavogsvelli.

Gestirnir fengu mark á silfurfati á 5. mínútu. Birnir Snær Ingason átti fyrirgjöf. Boltinn fór yfir Nikolaj Hansen og skoppaði í teignum þar sem Anton Ari Einarsson ýtir boltanum til hliðar og þar var Davíð Ingvarsson í baráttunni við Erling Agnarsson og varð Davíð fyrir því óláni að skila honum í eigið net.

Karl Friðleifur Gunnarsson bætti við öðru fyrir Víking þremur mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá Pablo Punyed og þá gerði Erlingur þriðja markið á 20. mínútu.

Höskuldur Gunnlaugsson ætlaði að senda boltann til baka á Anton Ara en sendingin rataði aldrei á markvörðinn og komst Erlingur í boltann áður en hann skilaði honum örugglega í netið. Staðan 3-0 í hálfleik en hægt er að sjá öll mörkin hér fyrir neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner