Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 31. ágúst 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skoraði ekki en fær mesta hrósið frá Mourinho - „Hann var minn Tammy í dag!“
Tammy Abraham fékk mikið lof frá Jose Mourinho.
Tammy Abraham fékk mikið lof frá Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Roma vann 3-0 sigur gegn Monza í ítölsku A-deildinni í gær. Paulo Dybala skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir Roma en það er þó Tammy Abraham sem fékk mest hrós frá stjóranum Jose Mourinho eftir leik í gær, þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum.

„Ég vil helst tala um leikmann sem enginn er að ræða í kvöld. Tammy Abraham. Hann var minn Tammy í dag!" sagði Mourinho við fjölmiðlamenn eftir leik.

„Hann spilaði nákvæmlega eins og ég vildi. Hann vann allt, hann hélt boltanum, hann aðstoðaði menn í kringum sig, vann fyrsta boltann og gaf okkur möguleika á að ýta þeim til baka."

„Það er alltaf talað um sóknarmennina þegar þeir skora og augljóslega fær Paulo fyrirsagnirnar. En Tammy var stórkostlegur."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner