Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Staðfestir áhuga Leeds á Hwang
Hwang Hee-chan.
Hwang Hee-chan.
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, stjóri Leeds, segir að verið sé að reyna allt til að fá inn nýjan sóknarmann áður en glugganum verður lokað annað kvöld.

Rodrigo Moreno fór úr axlarlið í 1-1 jafnteflinu gegn Everton í gær og verður væntanlega frá næstu vikurnar.

„Það hefur verið markmið okkar frá því í byrjun sumars að fá inn sóknarmann. Það er verið að reyna allt sem hægt er," segir Marsch.

Leeds hefur verið orðað við Hwang Hee-chan, sóknarmann Wolves, sem spilaði undir stjórn Marsch bæði hjá RB Leipzig og Red Bull Salzburg.

„Ég þekk Hee-chan mjög vel og er hrifinn af honum. Hann þekkir kerfið sem ég spila og ég get staðfest að hann er á blaði hjá okkur. Allir eru að leggjast á eitt í að reyna að bæta leikmannahópinn okkar en við erum þegar með gott lið," segir Marsch.

Hwang hefur komið inn af bekknum síðustu tvo leiki hjá Úlfunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner