Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2022 07:35
Fótbolti.net
Vilhjálmur Alvar dæmir undanúrslitaleikinn í Kópavogi í kvöld
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður rosalegur leikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik og Víkingur berjast um það hvort liðið kemst í sjálfan úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:45 á Kópavogsvelli og það verður leikið til þrautar.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir þennan stórleik og aðstoðardómarar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.

Hinn undanúrslitaleikurinn verður klukkan 17 á morgun í Kaplakrika en þar eigast við FH og KA. Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir þann leik. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson og Elías Ingi Árnason verður fjórði dómari.

Leikirnir verða báðir sýndir beint á RÚV 2.

Sigurliðin mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli laugardagainn 1. október.
Athugasemdir
banner
banner