Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. október 2019 10:03
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar skoraði framhjá bakverði í vítaspyrnukeppni
Enrico Valentini í markinu í gær.
Enrico Valentini í markinu í gær.
Mynd: Getty Images
Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Kaiserslautern slógu út úrvalsdeildarlið Nurnberg í þýska bikarnum í gærkvöldi. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2-2 en þá var gripið til vítaspyrnukeppni.

Patric Klandt, markvörður Nurnberg, meiddist undir lok framengingarinnar og þá var liðið búið með allar skiptingarnar.
Enrico Valentini, bakvörður Nurnberg, þurfti því að standa á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni.

Valentini náði ekki að verja neina vítaspyrnu af þeim sex sem hann fékk á sig í vítaspyrnukeppninni. Andri Rúnar skoraði úr síðustu spyrnunni og skaut Kaiserslautern áfram í 16-liða úrslit.

Andri kom inn á sem varamaður á 98. mínútu en hann var að snúa aftur eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla og veikinda.
View this post on Instagram

What a night! 🙌

A post shared by Andri Rúnar Bjarnason (@andrirunar) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner