Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. október 2019 11:04
Elvar Geir Magnússon
Bayern og Dortmund áfram eftir spennuleiki
Julian Brandt var hetja Dortmund í gær.
Julian Brandt var hetja Dortmund í gær.
Mynd: Getty Images
Í vikunni fór fram fjöldi leikja í þýsku bikarkeppninni en Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í 16-liða úrslitin eftir æsispennandi leiki.

Þýskalandsmeistarar Bayern heimsóttu Bochum á þriðjudag og lentu undir í fyrri hálfleik eftir sjálfsmark Alphonso Davies.
Serge Gnabry jafnaði í 1-1 á 83. mínútu en Thomas Müller skoraði svo sigurmarkið á 89. mínútu en rétt áður hafði Bochum misst mann af velli með rautt spjald.

Dortmund vann svo 2-1 sigur á heimavelli gegn Borussia Mönchengladbach í gær. Marcus Thuram kom gestunum yfir en tvenna frá Julian Brandt, á 77. og 80. mínútu, tryggði Dortmund sigurinn.

Julian Brandt er 23 ára þýskur landsliðsmaður sem kom til Dortmund frá Bayer Leverkusen í sumar.

Lucien Favre, stjóri Dortmund, meiddist í fagnaðarlátunum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner