Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 31. október 2019 07:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Börkur: Er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi
Börkur Edvardsson.
Börkur Edvardsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk félög virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þetta kom fram í máli Sævars Pétursson, framkvæmdastjóra KA, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Sjá einnig:
Sævar Péturs útskýrir lægðina á leikmannamarkaðnum

Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir í viðtali við Fréttablaðið það vera þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli.

„Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þ.a.l þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni," segir Börkur við Fréttablaðið.

„Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum."

„Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru."
Athugasemdir
banner
banner
banner