Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Caglar Söyuncu - Maðurinn sem tók stöðu Maguire með trompi
Caglar Söyuncu eftir 9-0 sigurinn á Southampton í síðustu viku.
Caglar Söyuncu eftir 9-0 sigurinn á Southampton í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Caglar Söyuncu og Brendan Rodgers
Caglar Söyuncu og Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þegar Leicester seldi Harry Maguire til Manchester City á 80 milljónir punda biðu stuðningsmenn liðsins spenntir eftir því að sjá hver myndi fylla risastórt skarð í vörninni eftir brottför hans.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, ákvað á endanum að kaupa engan leikmann og treysta þess í stað á tyrkneska landsliðsmanninn Caglar Söyuncu við hlið Jonny Evans í vörninni.

Hinn 23 ára gamli Söyuncu kom til Leicester frá Freiburg á 19 milljónir punda sumarið 2018 en hann kom einungis við sögu í sex leikjum á síðasta tímabili. Í janúar íhugaði hann að fara heim til Tyrklands á láni og síðastliðið vor var hann heldur ekki viss um stöðu sína hjá Leicester.

Var ekki viss fyrst
Þegar Brendan Rodgers tók við Leicester fyrr á þessu ári þá var hann ekki viss um það að Söyuncu hefði það sem þyrfti til að standa sig vel í ensku úrvalsdeildinni.

„Í hreinskilni sagt þá leit hann út fyrir að vera leikmaður sem tók áhættur í varnarleiknum og það leit út fyrir að hann myndi gera mistök. Það var mín fyrsta tilfinning fyrir honum," sagði Rodgers.

„Þegar ég mætti og byrjaði að sjá hann á æfingum þá varð fljótt ljóst að hann var mjög góður leikmaður. Síðustu mánuði, því lengur sem ég hef verið hér, því meira hef ég séð af hæfileikum hans."

„Það sem hreif mig við hann er að félagið var með tvo miðverði á undan honum í Harry Maguire og Jonny Evans. Á einum tímapunkti var hann fjórði kostur því að Wes Morgan var líka þarna. Það hafði ekki áhrif á hann. Hann var ennþá mjög góður á æfingum."


Vill meiða fólk
Rodgers skoðaði Söyuncu á undirbúningstímabilinu í sumar og ákvað í kjölfarið að gefa honum traustið. Það er ákvörðun sem Rodgers sér ekki eftir því Söyuncu hefur verið frábær í vörninni á þessu tímabili og átt mikinn þátt í góðu gengi Leicester.

Söyuncu er grjótharður varnarmaður en hann er einnig góður í að spila boltanum úr vörninni. Af varnarmönnum hafa einungis Virgil van Dijk og Toby Alderweireld átt fleiri heppnaðar sendingar á tímabilinu.

Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester, greindi frá því á dögunum að Söyuncu hafi gaman að því að meiða liðsfélaga sína. Hann kreistir á þeim hendurnar við handaband og tekur þá stundum hálstaki. „Hann sleppir manni ekki því hann vill að fólk finni sársauka," sagði Chilwell um Söyuncu.

Er að vinna sér inn sæti í landsliði Tyrklands
Söyuncu hefur einnig verið að vinna sér inn sæti í tyrkneska landsliðinu að undanförnu. Eftir að hafa ekkert spilað í byrjun í undankeppni EM hefur hann komið við sögu í síðustu þremur leikjum.

Söyuncu kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kaan Ayhan í 1-0 sigrinum á Albaníu fyrr í þessum mánuði og byrjaði síðan í 1-1 jafntefli gegn Frökkum.

Tyrkir hafa ekki ennþá fengið á sig mark í opnum leik í átta leikjum í undankeppni EM en þeir mæta Íslandi í Istanbul 14. nóvember og þar gæti Söyuncu verið í eldlínunni.

Smelltu hér til að lesa grein Sky um Söyuncu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner