Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher lofsamar Özil - „Hann var í allt öðrum klassa"
Jamie Carragher var ánægður með framlag Özil
Jamie Carragher var ánægður með framlag Özil
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher hrósaði Mesut Özil í hástert eftir frammistöðu hans gegn Liverpool í enska deildabikarnum í gær.

Özil byrjaði gegn Liverpool en hann hefur verið mikið utan hóps og hefur Unai Emery, stjóri liðsins, ekki viljað ræða ástæðuna á bakvið fjarveruna.

Stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að fá Özil í liðið og fékk hann tækifærið í gær. Hann var einn besti maður vallarins og ljóst að hann hafði jákvæð áhrif á sóknarleik Arsenal.

„Özil var í allt öðrum klassa. Ég er ekki stærsti aðdáandinn hans en þú getur ekki sagt mér að hann eigi ekki að vera í þesu liði. Þetta er ekkert frábært Arsenal lið," sagði Carragher.

„Þú horfir á þrjá fremstu mennina. Þeir myndu elska að hafa Özil fyrir aftan að dæla boltum inn fyrir. Ég er klár á því að hann á að byrja leiki."

„Hann á að stýra flæðinu á leiknum. Hann var virkilega góður og hlutverk hans í báðum mörkunum sem hann kom að var í algerum klassa. Mikið af mörkunum í fyrri hálfleik voru mistök en þáttur hans í mörkunum stóð upp úr."



Athugasemdir
banner
banner
banner